[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókin Sylvía og drekinn eftir Lawrence Schimel er um stelpuna Sylvíu sem langar til að hitta dreka. Hún fer einn daginn í ferðalag að leita að dreka.

Bókin Sylvía og drekinn eftir Lawrence Schimel er um stelpuna Sylvíu sem langar til að hitta dreka. Hún fer einn daginn í ferðalag að leita að dreka. Hún finnur hann í skógi og sér að önnur stelpa er bundin við stein og drekinn hefur hringað sig utan um hann. Stelpan er fangi drekans. Sylvía reynir að bjarga stelpunni en þá er drekinn búinn að ná báðum stelpunum og reynir að éta þær. Sylvía segir drekanum þá að riddararnir séu að stela öllu gullinu hans. Hann fer að elta riddarana og á meðan losar Sylvía hina stelpuna og þær flýja burt. Þær komast heim og verða vinkonur.

Sagan er skemmtileg og myndirnar eru flottar. Ekkert vantar nema að segja hvar drekinn geymir gullið. Bókin er fyrir svona 7-10 ára krakka.

Freyja Þorsteinsdóttir, 7 ára .