Pólitísk samstaða er um það í Bandaríkjunum að dæla enn meira fé inn í efnahagskerfið til að bregðast við þeim niðursveiflum sem verið hafa á mörkuðum, en Dow Jones-vísitalan hefur t.d. fallið um tæp 10% frá áramótum.

Pólitísk samstaða er um það í Bandaríkjunum að dæla enn meira fé inn í efnahagskerfið til að bregðast við þeim niðursveiflum sem verið hafa á mörkuðum, en Dow Jones-vísitalan hefur t.d. fallið um tæp 10% frá áramótum.

Talið er að meira en 100 milljarðar dollara muni skila sér inn í hagkerfið með ýmsum stjórnvaldsaðgerðum, svo sem skattalækkunum og afskriftum skulda. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er von á aðgerðum mjög fljótlega.

The New York Times segir að fjárfestar hafi ekki tekið mikið mark á orðum Ben S. Bernanke, bankastjóra bandaríska seðlabankans, sem sagði markaði mundu glæðast á næstunni, enda væri hagkerfið „einstaklega seigt“. hos