Ég geri alltaf eitthvað fyrir bóndann á þessum degi og við höfum fyrir venju að halda upp á þennan dag svo og konudaginn.
Ég geri alltaf eitthvað fyrir bóndann á þessum degi og við höfum fyrir venju að halda upp á þennan dag svo og konudaginn. Yfirleitt elda ég eitthvað rosalega gott þar sem minn maður (Björn Ingi Hrafnsson) er mikill sælkeri og hef ég því oftar eldað æðislegan mat fremur en að kaupa blóm. Þó hef ég nú reyndar líka gert það og geri oft hvorutveggja. Það er misjafnt hvað ég elda en í ár ætla ég að prófa nýjan rétt sem hann fær sér oft á veitingahúsum erlendis og er í sérstöku uppáhaldi. Ég hef aldrei eldað þetta áður en rétturinn heitir ozzobuco sem eru hægeldaðir lambaskankar í ofni. Eldamennskan tekur um fjórar klukkustundir og því eins gott að maður hafi nægan tíma til að nostra við matinn. Rétturinn er síðan borinn fram með kartöflumús, grænmeti og rauðvínssósu. Ég hef verið fylgjandi því að halda upp á þessa gömlu, íslensku daga fremur en Valentínusardaginn, sem mér finnst nú eiginlega algjör auglýsingamennska. Það er skemmtileg hefð að gera eitthvað á þessum dögum til að brjóta upp hversdagsleikann og blása dálitlu nýju lífi í sambandið. Ég hef líka bara gaman af því að dekra aðeins við bóndann.