Að störfum Snjó hefur kyngt niður á Selfossi síðustu daga og næg verkefni fyrir Björgunarfélag Árborgar.
Að störfum Snjó hefur kyngt niður á Selfossi síðustu daga og næg verkefni fyrir Björgunarfélag Árborgar. — Ljósmynd/Guðmundur Karl
SNJÓÞUNGT hefur verið víða á landinu í vikunni og á Selfossi þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn til að moka ofan af húsum með flöt þök sem snjóað hafði svo mikið yfir að hætt var við leka.

SNJÓÞUNGT hefur verið víða á landinu í vikunni og á Selfossi þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn til að moka ofan af húsum með flöt þök sem snjóað hafði svo mikið yfir að hætt var við leka.

Frá því á þriðjudagsmorgun hafa Selfyssingar þurft að vaða snjó sem nær meðalmanni upp í hné. Umferð var að komast í eðlilegt horf í gær en enn var illfært í sumum íbúðahverfum bæjarins.

Í Reykjavík er um 20 cm jafnfallinn snjór og finnist einhverjum Reykvíkingum nóg um snjóinn nú er rétt að minna á að í janúar árið 1937 mældist snjódýptin í bænum 55 cm og hún hefur aldrei mælst meiri – en mælingin sú er reyndar ekki hafin yfir allan vafa. Þeim sem búa norðar á landinu þykir slík snjódýpt líklega ekki sérlega fréttnæm.