[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Landslið Íslands í körfuknattleik karla og kvenna fá erfiða mótherja á dag þegar þau mæta mjög sterkum úrvalsliðum í íþróttahúsinu í Keflavík.

Landslið Íslands í körfuknattleik karla og kvenna fá erfiða mótherja á dag þegar þau mæta mjög sterkum úrvalsliðum í íþróttahúsinu í Keflavík. Bæði landsliðin leika gegn liðum sem eru að mestu skipuð erlendum leikmönnum sem spila hér á landi en Jón Halldór Eðvaldsson valdi úrvalslið kvenna og Benedikt Guðmundsson valdi úrvalslið karla. Kvennaleikurinn hefst kl. 13:30 og karlaleikurinn kl. 15:30. Leikjunum verður báðum sjónvarpað á karfan.is.

Þjóðverjinn Martin Kaymer er ekki að fara á taugum á Abu Dhabi meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni. Hann var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Kaymer, sem var nýliði ársins 2007 á Evrópumótaröðinni, gerði enn betur í gærmorgun þegar hann lék á 7 höggum undir pari eða 65 höggum.

Hann er því samtals á 13 höggum undir pari og er hann 7 höggu betri en Henrik Stenson frá Svíþjóð sem er annar.

Þjóðverjinn Philipp Kohlschreiber kom verulega á óvart í þriðju umferð Opna ástralska meistaramótsins þegar hann lagði heimamanninn Andy Roddick í maraþonviðureign. Viðureign þeirra stóð yfir í um fjóra tíma. Roddick var í 6. sæti á styrkleikalista mótsins en Kohlschreiber í 23. sæti.

Haile Gebrselassie frá Eþíópu var aðeins 28 sekúndum frá því að vinna sér inn rúmlega 60 milljónir kr. í verðlaunafé í gær en hann ætlaði sér að bæta eigið heimsmet í maraþonhlaupi í Dubai . Gebrselassi ætlaði sér að hlaupa undir 2:04 klst. í Dubai og bæta þar með heimsmetið sem hann setti í Berlín. Þar kom hann í mark á tímanum 2:04,26 klst. Vegalengdin á maraþonhlaupi er 42,195 km. Aðstæður í Dubai voru mjög góðar en Gebrselassie sagði að hann hefði farið of hratt af stað. Hann varði að láta sér nægja að fá rúmlega 15 milljónir kr. fyrir sigurinn en mótshaldarinn ætlaði að greiða 60 milljónir kr. fyrir nýtt heimsmet.

Jose Manuel Pinto verður varamarkvörður spænska stórliðsins Barcelona það sem eftir er leiktíðar en hann var í gær keyptur frá Celta Vigo . Pinto er 32 ára gamall og fyllir hann skarðið sem Albert Jorquera skilur eftir sig. Jorquera sleit liðband í hné í leik með úrvalsliði Katalóníu á dögunum og verður hann frá keppni út leiktíðina. Pinto hóf ferilinn hjá Real Betis en hann hefur verið í herbúðum Vigo frá árinu 1998.

Lewis Hamilton framlengdi í gær samning sinn við McLaren til fimm ára og verður því liðsmaður þess a.m.k. til loka vertíðarinnar 2012. Nær engu munaði að hann yrði heimsmeistari ökuþóra á jómfrúarvertíð sinni í formúlu-1, í fyrra.

Heimsbikarmót í liðakeppni kvenna í golfi fer nú fram í Sun City í Suður-Afríku . Ji-Yai Shin og Eun-Hee Ji skipa lið Suður-Kóreu sem er í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem leikinn betri bolti þar sem að betra skor á hverri holu taldi.