Nú fer í hönd smásagnakeppni og er þemað veturinn. Við hvetjum ykkur til að taka þátt, krakkar, hvort sem þið hafið æfingu í að skrifa sögur eða ekki.

Nú fer í hönd smásagnakeppni og er þemað veturinn. Við hvetjum ykkur til að taka þátt, krakkar, hvort sem þið hafið æfingu í að skrifa sögur eða ekki. Flestir geta tekið sér blað og penna í hönd og hripað niður litla sögu um veturinn eða fengið einhvern fullorðinn til að skrifa fyrir sig sögu sem þið búið til.

Verðlaunasögurnar verða fimm og eru vegleg bókaverðlaun í boði. Eins verða allar verðlaunasögurnar birtar í Barnablaðinu.

Sagan má mest vera 300 orð og er skilafrestur til 9. febrúar næstkomandi.

Söguna sendið þið annaðhvort á barn@mbl.is eða á:

Morgunblaðið

Börn - Vetrarsaga

Hádegismóum 2

110 Reykjavík