— Árvakur/Skapti Hallgrímsson
*Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna Blíðlyndi í Galleríi BOXI í dag kl. 16. *Dagrún Matthíasdóttir, sem er á myndinni að ofan, opnar í dag kl. 17 sýningu sína, Lífið er saltfiskur , á Veggverki og í DaLí Gallery.

*Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna Blíðlyndi í Galleríi BOXI í dag kl. 16.

*Dagrún Matthíasdóttir, sem er á myndinni að ofan, opnar í dag kl. 17 sýningu sína, Lífið er saltfiskur , á Veggverki og í DaLí Gallery.

*Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar í dag málverkasýninguna Andlit í Jónas Viðar Galleríi kl. 14.30.

*Sýningin Búdda er á Akureyri verður opnuð í Listasafninu kl. 15 í dag. Nánar er fjallað um sýninguna í Lesbók Morgunblaðsins í dag.

*Þorvaldur Þorsteinsson opnar í dag kl. 14 myndlistarsýninguna Leikmyndir í Populus tremula. Um leið kemur út bókin Mónólógar eftir Þorvald. Sýningin er bara opin í dag og á morgun, kl. 14-17.

*Ástralska listakonan Amy Rush opnar sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni í dag kl. 14. Einnig verður Djonam Saltani, listamaður frá Frakklandi, með opna gestavinnustofu á sama tíma.

*Í tilefni af 180 ára starfsafmæli Amtsbókasafnsins á Akureyri í fyrra eru nú til sýnis 180 bækur, ein frá hverju starfsári safnsins á árunum.

*Ólafur Páll Jónsson heimspekingur verður með fyrirlestur í dag kl. 13.30 í Bókaverslun Eymundssonar í Hafnarstræti og á morgun verður hann á heimspekikaffihúsi á Bláu könnunni kl. 11.