Geimur BepiColumbo (t.v.) og Star Trek Enterprise.
Geimur BepiColumbo (t.v.) og Star Trek Enterprise.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BRESKIR vísindamenn hafa hafið smíði öflugs jónahreyfils til að knýja BepiColumbo-könnunarhnettina, sem ráðgert er að muni halda á leið til Merkúr, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu, árið 2013. Þangað eiga þeir að koma árið 2019.

BRESKIR vísindamenn hafa hafið smíði öflugs jónahreyfils til að knýja BepiColumbo-könnunarhnettina, sem ráðgert er að muni halda á leið til Merkúr, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu, árið 2013. Þangað eiga þeir að koma árið 2019.

Hreyflarnir sem um ræðir eru sagðir komast 6,3 milljónir km á lítranum af eldsneyti, ef svo má að orði komast. Verkefnið kostar hálfan milljarð punda, um 63,9 milljarða íslenskra króna, og er samvinnuverkefni Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, og Astrium, stærsta geimferðafyrirtækis Evrópu.

BepiColumbo samanstendur af tveimur könnunarhnöttum sem aðskiljast þegar nær dregur Merkúr og eru þeir sem fyrr segir knúnir jónahreyflum. Felur sú tækni í sér stöðugan straum rafhlaðinna agna sem þeyta þeim áfram um geiminn, en eins og áhugamenn um Star Trek-geimdramað vita er sú tækni einmitt notuð til að knýja Star Trek Enterprise-geimskipið.