Allir sakborningarnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu játuðu sök þegar málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir gerðu þó fyrirvara um nokkur atriði í sakargiftum, meðal annars magn fíkniefnanna sem þeir eru ákærðir fyrir að smygla til landsins.

Allir sakborningarnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu játuðu sök þegar málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir gerðu þó fyrirvara um nokkur atriði í sakargiftum, meðal annars magn fíkniefnanna sem þeir eru ákærðir fyrir að smygla til landsins. Röksemdin fyrir því var sú skoðun þeirra að raki hefði komist í efnin og þau því verið þyngri við vigtun lögreglu á þeim.

Játuðu með fyrirvörum

Einar Jökull Einarsson játaði því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnunum en neitaði því að hafa fjármagnað kaupin á efnunum. Bjarni Hrafnkelsson játaði að hafa pakkað fíkniefnunum til flutnings en neitaði að hafa komið að skipulagningu smyglsins að öðru leyti. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason játuðu báðir að hafa flutt efnin til landsins í skútu frá Danmörku. Þeir gerðu hins vegar athugasemdir við magn fíkniefnanna. Marinó Einar Árnason játaði að hafa tekið við fíkniefnunum af þeim Alvari og Guðbjarna á Fáskrúðsfirði. Jafnframt játaði hann að hafa ætlað að afhenda þeim vistir og olíu til að þeir gætu siglt skútunni aftur frá Íslandi. Arnar Gústafsson játaði að hafa ætlað að taka við fíkniefnunum af Marinó og geyma þau fyrir Einar Jökul. Hann sagðist þó ekki hafa vitað hvað væri í pökkunum. freyr@24stundir.is