Björgunarmenn við BA-þotuna.
Björgunarmenn við BA-þotuna.
FLUGSTJÓRI BA-farþegaþotunnar, sem brotlenti á eða við Heathrow-flugvöll í London í fyrradag, var í gær kallaður hetja og honum þakkað hve giftusamlega tókst til þrátt fyrir óhappið.

FLUGSTJÓRI BA-farþegaþotunnar, sem brotlenti á eða við Heathrow-flugvöll í London í fyrradag, var í gær kallaður hetja og honum þakkað hve giftusamlega tókst til þrátt fyrir óhappið.

Enginn farþeganna 136 eða flugliðanna 16 á Boeing 777-þotunni, sem var að koma frá Peking í Kína, slasaðist en vélin náði ekki inn á flugbrautina eftir að hafa misst afl. „Sæmið hann orðu á stærð við steikarpönnu“ var fyrirsögnin í Daily Mirror um flugstjórann Peter Burkill og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði flugmönnum og öðru starfsfólki BA fyrir yfirvegun og fagmennsku.

Búist er við, að fyrstu niðurstöður rannsóknar á atburðinum verði birtar í dag en getgátur eru um, að fugl hafi lent í hreyfli eða jafnvel, að flugvélin hafi verið orðin eldsneytislaus. Haft var eftir einum farþeganna, að það hefði ekki tekið nema tvær eða þrjár mínútur að koma þeim öllum frá borði. „Þetta var mikill hamingjudagur,“ sagði hann.