Tvöfalt stefnumót Geir H. Haarde, Baltasar Kormákur leikstjóri Brúðgumans, Lilja Pálmadóttir og Inga Jóna Þórðardóttir.
Tvöfalt stefnumót Geir H. Haarde, Baltasar Kormákur leikstjóri Brúðgumans, Lilja Pálmadóttir og Inga Jóna Þórðardóttir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Forsýning kvikmyndarinnar Brúðgumans var í Háskólabíói síðasta miðvikudagskvöld. Margt var um manninn og helstu kvikmyndamógúlar og aðrir skemmtilegir Íslendingar voru á svæðinu.

Forsýning kvikmyndarinnar Brúðgumans var í Háskólabíói síðasta miðvikudagskvöld. Margt var um manninn og helstu kvikmyndamógúlar og aðrir skemmtilegir Íslendingar voru á svæðinu.

„Myndin gerist í Flatey og er bæði dramatísk og ógeðslega fyndin,“ segir Ástríður Viðarsdóttir sem lagði leið sína í kvikmyndahúsið og eftir það á B5 þar sem sérlegu teiti var slegið upp.

„Þessi mynd er næstum því jafngóð og Stella í orlofi en hún er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Ástríður og bætir því við að Hilmir Snær hafi verið berrassaður í Brúðgumanum eins og mörgum öðrum íslenskum myndum.

„Mér fannst samt eiginlega rifrildissenurnar sem Ólafía Hrönn stóð í bestar,“ segir Ástríður að lokum. bjorg@24stundir.is