Marinó G. Njálsson | 18. janúar Þjófagengi að tæma hús í Kópavogi! Innbrotafaraldur virðist vera í gangi í Kópavogi. Gengið er skipulega á hús í vissum hverfum og þau tæmd af auðseljanlegum verðmætum.

Marinó G. Njálsson | 18. janúar

Þjófagengi að tæma hús í Kópavogi!

Innbrotafaraldur virðist vera í gangi í Kópavogi. Gengið er skipulega á hús í vissum hverfum og þau tæmd af auðseljanlegum verðmætum. Lögreglan telur sig vita að litháísk glæpagengi séu að verki, en er ráðþrota. Ferðir heimilisfólks eru kortlagðar og lagt til atlögu þegar vitað er að enginn er heima. Þau hús sem óhætt er að fara inn í eru aðgreind frá hinum sem eru með öryggiskerfum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að brotist sé inn í hús með öryggiskerfum, heldur geta þjófarnir verið nákvæmari í leit sinni þar sem ekki eru öryggiskerfi. Þýfið er síðan flutt úr landi í gámum.

Lögreglan er, eins og áður sagði, ráðþrota vegna þessara innbrota. Undirmönnun er helsta vandamálið. Einhverjir segja að jafnmargir lögregluþjónar séu við störf á höfuðborgarsvæðinu núna og fyrir meira en 30 árum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Það er slæmt að þurfa að vakta húsið sitt allan daginn til að verjast

þessari ógn. Mjög margir eru með öryggiskerfi í húsunum sínum, en þau

virðast ekki duga. Lögreglan telur að nágrannavakt sé besta vörnin við þessu og hvetur fólk til að bregðast við, ef það heyrir þjófavarnakerfi fara í gang. Ekki sé nóg að bíða eftir að lögregla eða öryggisverðir mæti á staðinn, þar sem það geta liðið a.m.k. 5-10 mínútur áður en það gerist og á þeim tíma er hægt að gera ýmislegt.

Það mætti samt ætla að í ekki stærra þjóðfélagi væri hægt að einangra þessa aðila sem stunda þessi innbrot. Það væri hægt að útbúa kort af þeim svæðum, þar sem helst er brotist inn og auka vakt á þeim. Það er t.d. ekki eins og Hjallarnir í Kópavogi séu það flóknir. Þetta er það svæði sem er einna auðveldast að loka af fyrir bílaumferð með í megin atriðum einni langri götu og þremur hliðargötum út úr hverfinu. Ekki fara menn fótgangandi með þýfið. Einhvers staðar þurfa þessir menn að meðhöndla góssið, fá gáma til sína, fá annan varning til sín til að fela góssið.

Það sem vekur líka furðu mína í þessu máli, er að vitað er að þýfið fer út í gámum. Af hverju er ekki hægt að stoppa gámana? ...

marinogn.blog.is