[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég leyfði mér að gera stjarnfræðilegar væntingar til íslenska landsliðsins í leiknum gegn Svíþjóð á fimmtudag. Ég var búinn að byggja himinháa spilaborg sem vindhviða feykti um koll sorglega snemma í leiknum.

Ég leyfði mér að gera stjarnfræðilegar væntingar til íslenska landsliðsins í leiknum gegn Svíþjóð á fimmtudag. Ég var búinn að byggja himinháa spilaborg sem vindhviða feykti um koll sorglega snemma í leiknum. Íslenska liðið fann aldrei taktinn og leit út eins og hópur af örkumla gamalmennum á móti sæmilegu liði Svía. Þvílík vonbrigði.

Ég er samt ekki tilbúinn að gefast upp. Íslenska handboltalandsliðið er eina landslið okkar sem ég verð beinlínis sorgmæddur við að sjá tapa. Ég er löngu orðinn vanur því að fótboltalandsliðið tapi og ég veit ekki einu sinni til þess að körfuknattleikssambandið starfræki landslið, en handboltalandsliðið á möguleika gegn bestu liðum heims. Liðið er í raun það gott að geðshræringin í kringum það er með algjörum ólíkindum. Ólíkt öðrum landsliðum þá gera allir himinháar væntingar til handboltalandsliðsins, nokkuð sem við verðum að venja okkur af.

Ég og hinir sem urðu sorgmæddir eftir leikinn gegn Svíþjóð getum sjálfum okkur um kennt. Við leyfðum okkur að vinna leikinn áður en hann hófst og létum væntingarnar hlaupa með okkur í gönur. Núna þurfum við að einbeita okkur að næsta leik gegn Slóvökum sem við rústum pottþétt, enda með heimsklassalið!