„Það var samið um það á sínum tíma að tilnefningarrétturinn yrði hjá KÍ en hann færi ekki til SVÞ,“ segir Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka Íslands, spurður hvers vegna KÍ eigi enn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs...
„Það var samið um það á sínum tíma að tilnefningarrétturinn yrði hjá KÍ en hann færi ekki til SVÞ,“ segir Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka Íslands, spurður hvers vegna KÍ eigi enn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann segir að KÍ séu að ýmsu leyti ennþá í hagsmunagæslu fyrir kaupmenn. „Það er ekkert launungarmál að sumir af okkar félagsmönnum hafa ekki fundið sig innan SVÞ vegna þess að þau eru mynduð af stórum fyrirtækjum en félagsmenn Kaupmannasamtakanna eru litlir og meðalstórir kaupmenn í dag.“ Benedikt segir ekkert óeðlilegt að KÍ eigi aðild að Félagsheimilasjóði þar sem margir félagsmenn þeirra séu enn í rekstri.