[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Veigar Páll Gunnarsson lék allan tímann með norska liðinu Stabæk þegar liðið tapaði fyrir brasilíska liðinu Madueira , 2:0, í síðasta leik sínum í æfinga- og keppnisferð liðsins í Brasilíu í fyrrinótt.
V eigar Páll Gunnarsson lék allan tímann með norska liðinu Stabæk þegar liðið tapaði fyrir brasilíska liðinu Madueira , 2:0, í síðasta leik sínum í æfinga- og keppnisferð liðsins í Brasilíu í fyrrinótt.

Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova komst auðveldlega áfram í 3. umferð á Opna meistaramótinu í tennis þegar hún lagði löndu sína, Elinu Vesninu , í tveimur settum, 6:3. Líkt og í 2. umferðinni þegar hún sló út Lindsay Davenport sýndi Sharapova frábær tilþrif og með sama áframhaldi ætti ekki að koma á óvart ef hún færi alla leið á mótinu.

Í átta manna úrslitunum mætir Sharapova belgísku stúlkunni Justine Henin sem hafði betur gegn Francescu Sciavone , 7;5 og 6:4, og var þetta 31. sigur Henin í röð. Serena Williams frá Bandaríkjunum er einnig komin áfram en hún hafði betur gegn Victoria Azerenku í tveimur settum, 6:3 og 6:4.

Spánverjinn Rafael Nadal , sem er í öðru sæti á styrkleikalista mótsins, hafði betur gegn Frakkanum Gilles Simon í 3. umferðinni en þurfti þó að hafa fyrir því – leikur þeirra stóð yfir í á þriðju klukkustund. Nadal vann í þremur settum, 7:5, 6:2 og 6:3, og mætir Frakkanum Paul-Henri Mathieu í næstu umferð.

Oleg Velyky, landsliðsmaður Þýskalands í handknattkleik, meiddist á hné í leik Þjóðverja og Hvít-Rússa á EM í Noregi. Velyky, sem skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja í byrjun leiks, mun ekki leika meira á EM.

Argentínumaðurinn Osvaldo Ardiles er sagður koma sterklega til greina sem aðstoðarmaður Jürgens Klinsmanns, sem í síðustu viku var ráðinn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München frá og með næsta tímabili. Klinsmann lék undir stjórn Ardiles hjá Tottenham tímabilið 1994-1995 og hafa þeir síðan þá verið í góðu sambandi.

Skoski landsliðsmaðurinn James McFadden gekk til liðs við Birmingham í gær frá Everton. Kaupverðið var 5 milljónir punda og skrifaði McFadden undir þriggja og hálfs árs samning. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í dag en þá fær Birmingham lið Chelsea í heimsókn.