Veitingastaður Hótels Holts hefur verið opnaður á ný eftir endurnýjun. Staðurinn nefnist nú Gallery og státar af stærstu og fullkomnustu eldavél landsins.

Veitingastaður Hótels Holts hefur verið opnaður á ný eftir endurnýjun. Staðurinn nefnist nú Gallery og státar af stærstu og fullkomnustu eldavél landsins. Yfirmatreiðslumaður Gallerys er Friðgeir Ingi Eiríksson sem hefur stjórnað eldhúsi Michelin-staðarins Clairefontaine í Lyon í Frakklandi undanfarin ár. Skarpari skil verða milli hádegisstaðar og kvöldverðarstaðar en verið hefur.

Nýr og endurbættur veitingastaður verður opnaður um miðjan næsta mánuð á Hótel Óðinsvéum en staðnum hefur nú verið lokað vegna breytinga.

Veitingastaðurinn hefur verið kenndur við Sigga Hall undanfarin ár en hann segir nú skilið við staðinn. Eyþór Rúnarsson landsliðskokkur verður eftir sem áður yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins.