Fjöldi fólks hefur farist í óvenjumiklum frosthörkum í Miðausturlöndum. Frostið í Sýrlandi fór niður í 16 gráður og snjór féll í Bagdad í fyrsta sinn í manna minnum. Bændur á svæðinu hafa orðið fyrir uppskerubresti.

Fjöldi fólks hefur farist í óvenjumiklum frosthörkum í Miðausturlöndum. Frostið í Sýrlandi fór niður í 16 gráður og snjór féll í Bagdad í fyrsta sinn í manna minnum. Bændur á svæðinu hafa orðið fyrir uppskerubresti.

Allt að 200 manns hafa týnt lífi í Afganistan vegna kuldanna. Segja stjórnvöld flesta hinna látnu hafa verið smala, en einnig séu konur og börn á meðal fallinna. Verst er ástandið í vesturhluta landsins, þar sem snjóar aðeins nokkra daga á meðalári. Þar hefur meginþorri mannfallsins orðið og tugþúsundir búfjár hafa orðið úti. andresingi@24stundir.is