RÖNG útgáfa fréttar er fjallaði um samskipti Sverris Stormskers og kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino, birtist í þessum blaðhluta Morgunblaðsins í gær.

RÖNG útgáfa fréttar er fjallaði um samskipti Sverris Stormskers og kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino, birtist í þessum blaðhluta Morgunblaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum og rétt útgáfa birt hér að neðan:

„Sverrir Stormsker hitti leikstjórann Quentin Tarantino á veitingastaðnum Caruso þegar Tarantino var í Reykjavík í kringum áramótin og sýndi honum gemsamynd af kastala sínum í Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, sem hann teiknaði sjálfur og er nú til sölu á 49 milljónir.

Stormsker staðfesti þetta í samtali við blaðamann í gær [fyrradag] og sagði Tarantino hafa litist afar vel á kastalann og myndi spá í dæmið þó hann væri reyndar ekki í neinum gríðarlegum fasteignakaupapælingum.

Sverrir sagði það gráupplagt fyrir glaumgosa eins og Tarantino að sprellast í heitum potti uppi á öðrum turninum með flottar blöðrur á báðar hliðar og með kampavínsglas í annarri og skiparagettu í hinni og svo gæti hann dundað sér við að skjóta krókódíla í síkinu umhverfis kastalann.“