[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TÓNLEIKAR til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, sem frestað var milli jóla og nýárs, fara fram í Háskólabíói á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 16.

TÓNLEIKAR til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, sem frestað var milli jóla og nýárs, fara fram í Háskólabíói á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 16.

Páll Óskar Hjálmtýsson, Jógvan og Sniglabandið hafa bæst við hóp flytjenda og leysa af Dísellu og Sprengjuhöllina sem ekki komast vegna breyttrar dagsetningar. „Ljóst mátti vera þegar þurfti að fresta tónleikunum að einhverjar breytingar á dagskránni yrðu óumflýjanlegar,“ segir m.a. í tilkynningu frá tónleikahaldara.

Aðrir listamenn sem koma fram eru: Luxor, Nylon, Bubbi Morthens, Magni & Á móti Sól, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Land & synir, Klaufarnir, Stebbi og Eyfi, SSSÓL, Birgitta Haukdal, HARA og Ragnheiður Gröndal.

Þetta er níunda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir og er uppselt á þá fyrir löngu. Á undanförnum árum hafa yfir 22 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. 24 milljónir króna. Tónleikarnir voru fyrst haldnir árið 1998 en þá var það kaupmaðurinn Jóhannes Jónsson sem var kynnir á tónleikunum. Sömu styrktaraðilar hafa unnið að málinu frá upphafi en það eru Bylgjan, Stöð 2, EB Hljóðkerfi og Concert.