ACTAVIS hefur keypt lyfjaverksmiðju á Ítalíu, skammt frá Mílanó, sem sérhæfir sig í framleiðslu krabbameinslyfja og var í eigu Pfizer .
ACTAVIS hefur keypt lyfjaverksmiðju á Ítalíu, skammt frá Mílanó, sem sérhæfir sig í framleiðslu krabbameinslyfja og var í eigu Pfizer . Um stóra verksmiðju er að ræða, þar sem gólfflöturinn er 300 þúsund fermetrar, og frá henni eru send lyf til um 70 landa . Starfsmenn eru um 340 talsins. Reiknað er með samstarfi hennar og verksmiðju Actavis í Búkarest í Rúmeníu , þar sem krabbameinslyf eru þróuð og framleidd. Með kaupunum, sem háð eru samþykki ítalskra samkeppnisyfirvalda, er Actavis komið með 21 lyfjaverksmiðju í 14 löndum heims.