Kínverjar hafa sýnt sérstakan áhuga á Íslandi að undanförnu sökum áhuga þeirra á Norður-Íshafi sem framtíðarsiglingaleið. Þetta segir Rober Wade, prófessor við The London School of Economics, í grein í Financial Times.

Kínverjar hafa sýnt sérstakan áhuga á Íslandi að undanförnu sökum áhuga þeirra á Norður-Íshafi sem framtíðarsiglingaleið. Þetta segir Rober Wade, prófessor við The London School of Economics, í grein í Financial Times.

Hann bendir á að ýmislegt bendi til þess að árið 2015 geti hefðbundin skip siglt um Norður-Íshaf allt árið um kring. Ísland muni þá gegna mikilvægu hlutverki fyrir vöruflutninga á hafi, en það sé sérstakt hagsmunamál fyrir Kínverja að geta siglt stórum fragtskipum sínum um Íshafið.

Bendir prófessorinn jafnframt á að ekkert annað land reki stærra sendiráð á Íslandi en Kínverjar, og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið einstakar viðtökur er hann heimsótti Kína. Þá hafi Kínverjar verið Íslandi innan handar í baráttunni fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. hos