* Eins og fram kom á þessum stað í blaðinu á dögunum hefur sýningaréttur á söngleiknum Ást verið seldur í Englandi en von er á því að sýningin fari á fjalir einhvers leikhússins í London í byrjun maí og þá með enskum leikurum.

* Eins og fram kom á þessum stað í blaðinu á dögunum hefur sýningaréttur á söngleiknum Ást verið seldur í Englandi en von er á því að sýningin fari á fjalir einhvers leikhússins í London í byrjun maí og þá með enskum leikurum.

En velgengni Ástar einskorðast ekki við erlenda sigra því hér á landi hefur sýningin gengið fyrir fullu húsi frá því verkið var frumsýnt haustið 2006. Nú hefur heyrst að forráðamenn sýningarinnar hyggist fjölga sætum á Nýja sviðinu, þar sem verkið er sýnt, og bæta við heilum 100 sætum. Aðsókn á sýninguna er enn slík að auðvelt er talið að selja í aukasætin en einnig mun vera reynt að koma til móts við mikinn kostnað við hverja sýningu en í henni taka þátt um 20 leikarar og söngvarar.

Ástin lætur ekki að sér hæða.