Omar bin Laden
Omar bin Laden
OMAR Osama bin Laden, sonur leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, segist vonast til, að hann geti orðið nokkurs konar friðflytjandi og sáttasemjari milli múslíma og vestrænna ríkja.

OMAR Osama bin Laden, sonur leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, segist vonast til, að hann geti orðið nokkurs konar friðflytjandi og sáttasemjari milli múslíma og vestrænna ríkja. Hefur Omar, sem er 26 ára, óskað eftir að fá að setjast að í Bretlandi en á síðasta ári kvæntist hann breskri konu, Jane Felix-Brown, sem er helmingi eldri en hann, 52 ára.

Omar er eitt af 19 börnum föður síns og hann segist vilja vinna gegn þeirri skoðun margra, að arabar, svo ekki sé talað um bin Laden-slektið, séu hryðjuverkamenn upp til hópa. Segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum al-Qaeda í Súdan á sínum tíma en sagt skilið við föður sinn vegna þess, að hann hefði verið andvígur því, sem hann þóttist berjast fyrir. Nú vildi hann gerast sendiherra friðar og sátta.