MENNIRNIR fimm sem réðust á óeinkennisklædda lögreglumenn að störfum aðfaranótt 10. janúar síðastliðins voru í gær úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar nk.

MENNIRNIR fimm sem réðust á óeinkennisklædda lögreglumenn að störfum aðfaranótt 10. janúar síðastliðins voru í gær úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar nk.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum, litháískum ríkisborgurum, rann út í gær og var óskað eftir því við dómara að þeir yrðu úrskurðaðir í farbann. Mennirnir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi síðan hinn 11. janúar en rannsóknin hefur m.a. beinst að því að upplýsa hvort um skipulagða atlögu að lögreglumönnunum hafi verið að ræða.

Hefðbundin úrræði

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að ekki verði gripið til neinna úrræða til að framfylgja farbanninu umfram það sem hefðbundið er. Yfirvöld í Leifsstöð hafi verið látin vita um farbannið og muni mennirnir reyna að komast úr landi verði för þeirra stöðvuð.