Freyr Einn af gimsteinunum í geisladiskasafni Freys er plata bandarísku indísveitarinnar Death Cab For Cutie, Transatlanticism, en hljómsveitin minnir á REM upp á sitt besta.
Freyr Einn af gimsteinunum í geisladiskasafni Freys er plata bandarísku indísveitarinnar Death Cab For Cutie, Transatlanticism, en hljómsveitin minnir á REM upp á sitt besta. — Morgunblaðið/Valdís Thor
Hlustarinn Einn af gimsteinunum í mínu geisladiskasafni er plata bandarísku indísveitarinnar Death Cab For Cutie, Transatlanticism .

Hlustarinn

Einn af gimsteinunum í mínu geisladiskasafni er plata bandarísku indísveitarinnar Death Cab For Cutie, Transatlanticism . Tilfinningaríkum textum forsprakkans Bens Gibbard er þar blandað á yndislegan hátt saman við þéttar popp/rokk tónsmíðarnar, sem á köflum minna á R.E.M. þegar þeir voru upp á sitt besta.

Transatlanticism er síðasta platan sem Death Cab gerði hjá smáu útgáfufyrirtæki því tveimur árum síðar gaf hún Plans hjá Atlantic-risanum. Eins og stundum vill verða missa sveitir fókusinn við slík umskipti enda var sú plata bæði of fáguð og of poppuð fyrir minn smekk.

Vert er að lokum að minnast á hliðarverkefni Gibbard, The Postal Service, sem gaf út hina undurfögru Give Up um svipað leyti og Transatlaticism . Bíð enn eftir meira góðgæti úr þeirri átt.

Freyr Bjarnason, blaðamaður.