„Ég tel að þvert á móti eigi að treysta eignarhald þjóðarinnar á íslensku sjávarauðlindinni,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, um hugmynd viðskiptaráðherra um að auðvelda erlendum fjárfestum að kaupa sig inn í...

„Ég tel að þvert á móti eigi að treysta eignarhald þjóðarinnar á íslensku sjávarauðlindinni,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, um hugmynd viðskiptaráðherra um að auðvelda erlendum fjárfestum að kaupa sig inn í sjávarútveginn.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Ef við opnum fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi neyðumst við til að opna fyrir erlenda eignaraðild að fiskveiðiréttindunum. Sem við teljum að komi ekki til greina.“

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að menn megi ekki rasa um ráð fram og eigi ekki að fórna auðlindum okkar einhliða. hlynur@24stundir