Nú þegar viðræður um kjarasamninga eru í hámarki er tilvalið að minna á að um algjört lágmark er að ræða í þeim launatöxtum sem samið er um í kjarasamningum. Við hvetjum þá sem njóta starfskrafta námsmanna að umbuna vel unnin störf með hærri launum.

Nú þegar viðræður um kjarasamninga eru í hámarki er tilvalið að minna á að um algjört lágmark er að ræða í þeim launatöxtum sem samið er um í kjarasamningum. Við hvetjum þá sem njóta starfskrafta námsmanna að umbuna vel unnin störf með hærri launum. Þannig má auka ánægju starfsfólks og gera fyrirtækið eftirsóknarverðara fyrir framtíðarnema og að sjálfsögðu viðskiptavini.

Mikill misskilningur hefur verið meðal launagreiðenda í ofangreindum stéttum og fyrirtæki jafnvel skýlt sér bakvið þá reglugerð sem sett er um laun iðnnema. Launataxtar eru einungis ætlaðir til viðmiðs þegar samið er um laun en eiga ekki endilega að notast sem einhvers konar verðskrá. Þegar gengið er til samninga á að semja um hversu há launin skulu vera miðað við vinnuframlag, getu og kjarasamninga. Óeðlilegt er að svo margir greiði lægstu mögulegu laun, sem raun ber vitni.

Því hvetur SÍF þig til að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum og réttlæti innan stéttarinnar sem alla tíð hefur verið ábótavant.