Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
NEFND félags- og tryggingarmálaráðherra um úrbætur í húsnæðismálum hefur skilað niðurstöðum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra segir að áður en tillögurnar verði kynntar þurfi m.a.
NEFND félags- og tryggingarmálaráðherra um úrbætur í húsnæðismálum hefur skilað niðurstöðum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra segir að áður en tillögurnar verði kynntar þurfi m.a. að skoða aðkomu sveitarfélaganna að framkvæmd og fjármögnun þeirra. „Félagslegur þáttur húsnæðismálanna snýr að miklu leyti að sveitarfélögum og næsta skrefið er að taka upp viðræður við sveitarfélögin um fjármögnun. Þær niðurstöður verða að liggja fyrir og við þurfum að skoða málið betur í heild áður en tillögurnar verða kynntar opinberlega,“ segir hún. Ríkisstjórnin er nú með tillögur nefndarinnar til skoðunar. Spurð hvenær tillögurnar gætu komið til framkvæmda segir Jóhanna að taka verði mið m.a. af viðbrögðum sveitarfélaganna og markaðsaðstæðum svo tryggt sé að þær skili fólki raunverulegum ávinningi.