* Veitinga- og skemmtistaðurinn Kaffibrennslan var lengi mjög vinsæll skemmtistaður en gullaldartími staðarins var líklega um það leyti sem Tómas Tómasson stýrði staðnum undir lok tíunda áratugar síðustu aldar.
* Veitinga- og skemmtistaðurinn Kaffibrennslan var lengi mjög vinsæll skemmtistaður en gullaldartími staðarins var líklega um það leyti sem Tómas Tómasson stýrði staðnum undir lok tíunda áratugar síðustu aldar. Nú hefur nýr staður verið reistur á grunni Kaffibrennslunnar og kallast sá Brons . Nafnið tengist öðrum veitinga- og skemmtistöðum sem staðsettir eru í sömu húsalengju, þ.e. Gulli og Silfri sem finna má í húsakynnum Hótel Borgar en sömu rekstraraðilar standa að öllum þremur stöðunum. Nýi staðurinn hefur farið í gegnum allmikla andlistlyftingu eins og venja er þegar nýir eigendur taka við og glænýr matseðill hefur verið settur saman af kokkum staðarins. Þá verður einnig boðið upp á áfenga drykki þó bjórúrvalið verði öllu fátækara en áður enda státaði Kaffibrennslan af myndarlegasta öl-úrvali norðan Alpafjalla.