Haldið er upp á margæsadaginn árlega í Álftanesskóla í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands með nýju þema á hverju ári. Fær þá skólinn írska fræðimenn í heimsókn sem leika leikrit og halda fyrirlestra um gæsina.

Haldið er upp á margæsadaginn árlega í Álftanesskóla í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands með nýju þema á hverju ári. Fær þá skólinn írska fræðimenn í heimsókn sem leika leikrit og halda fyrirlestra um gæsina. Einnig er skólinn í samstarfi við grunnskóla í Belfast, en þaðan komu börn í heimsókn fyrir tveimur árum til að kynnast lífi gæsarinnar hér. „Börnin fara líka í umhverfisbíó. Þá fara þau út með ramma og fylgjast með gæsinni í gegnum hann, eins og í sjónvarpi. Þau hafa séð ýmislegt, t.d. gæsir rífast, árásir og fleira,“ segir Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri. þkþ