Niðurstöður könnunar Creditinfo Íslands á vanskilum fyrirtækja sýna ótvírætt að fyrirtæki með konur í stjórn eru hlutfallslega áhættuminni. 27.000 fyrirtæki voru skoðuð.

Niðurstöður könnunar Creditinfo Íslands á vanskilum fyrirtækja sýna ótvírætt að fyrirtæki með konur í stjórn eru hlutfallslega áhættuminni. 27.000 fyrirtæki voru skoðuð. Niðurstöðurnar sýndu að í stærri fyrirtækjum þar sem fjöldi stjórnarmeðlima var 3 eða fleiri, eru fyrirtæki með eingöngu konum í stjórn til muna ólíklegri til að lenda í alvarlegum vanskilum en fyrirtæki þar sem sem sitja þrír eða fleiri karlmenn í stjórn. Munurinn er 0,75% á móti 2,21%. Í niðurstöðum úttektarinnar má sjá að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Fyrirtæki með færri stjórnarmenn en þrjá þar sem eingöngu konur eru í stjórn eru líklegri til að lenda í vanskilum en þar sem er blönduð stjórn. Úttektin var gerð á 27.000 fyrirtækjum sem skiluðu ársreikningi fyrir árin 2005-2006. bee