„Við vildum fá þetta sæti á sínum tíma en það var ekki samþykkt af Kaupmannasamtökunum,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, aðspurður um stjórnarsæti KÍ í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
„Við vildum fá þetta sæti á sínum tíma en það var ekki samþykkt af Kaupmannasamtökunum,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, aðspurður um stjórnarsæti KÍ í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Við erum fulltrúar fyrirtækjanna í bransanum, semjum um þeirra laun og vinnum að þeirra hagsmunamálum. Þessi sæti samræmast á engan hátt tilgangi Kaupmannasamtakanna,“ segir Sigurður. Hann setur einnig spurningarmerki við hlutdeild KÍ í Félagsheimilasjóði, það er að þau séu ekki fulltrúar þeirra sem greiða í hann. Sigurður staðfestir að stjórn SVÞ hafi óskað eftir því við KÍ að yfirtaka stjórnarsætið.