Borðaklipping Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Kristján Möller samgönguráðherra og Jafet S. Ólafsson, stjórnarformaður Aðalskoðunar, við opnun nýju stöðvarinnar í Skeifunni 5.
Borðaklipping Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Kristján Möller samgönguráðherra og Jafet S. Ólafsson, stjórnarformaður Aðalskoðunar, við opnun nýju stöðvarinnar í Skeifunni 5.
AÐALSKOÐUN hf. hefur tekið í notkun fullkomna skoðunarstöð fyrir ökutæki. Nýja stöðin, sem jafnframt er sú sjötta sem félagið hefur yfir að ráða á landinu, er staðsett í Skeifunni 5 í Reykjavík.

AÐALSKOÐUN hf. hefur tekið í notkun fullkomna skoðunarstöð fyrir ökutæki. Nýja stöðin, sem jafnframt er sú sjötta sem félagið hefur yfir að ráða á landinu, er staðsett í Skeifunni 5 í Reykjavík.

Í fréttatilkynningu kemur fram að í nýju stöðinni verði tvær afkastamiklar skoðunarbrautir fyrir fólks- og sendibíla auk brautar fyrir sértækar skoðanir. Brautirnar ráða við allt frá litlum fólksbílum upp í millistærðir bíla og jeppa.

Öll hönnun stöðvarinnar miðar að því að skoðunin gangi greiðlega fyrir sig og aðstaða viðskiptavina sé sem best. Ekið er í gegnum húsnæðið til að auðvelda aðkomu og flæði bíla í gegnum stöðina.