Í Heiðmörk Gönguskíðamenn geta nú farið um lagðar brautir.
Í Heiðmörk Gönguskíðamenn geta nú farið um lagðar brautir. — Árvakur/Golli
SNJÓ hefur kyngt niður síðustu daga og hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur nú troðið 9 km langa gönguskíðabraut í Heiðmörk. Brautin liggur frá Elliðavatnsbænum og upp á Elliðavatnsheiði.
SNJÓ hefur kyngt niður síðustu daga og hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur nú troðið 9 km langa gönguskíðabraut í Heiðmörk. Brautin liggur frá Elliðavatnsbænum og upp á Elliðavatnsheiði. Brautinni verður haldið við og eru skíðaiðkendur velkomnir á skíði í skóginum. Fótgangandi er bent á að ganga í Vífilsstaðahlíð, Hjalladal og Rauðhólum meðan snjórinn liggur, svo skíðabrautin haldist heil.