AÐ mati Ríkisendurskoðunar (RES) er ljóst að gæðaöryggi sé ábótavant í íslenska grunnskólakerfinu.

AÐ mati Ríkisendurskoðunar (RES) er ljóst að gæðaöryggi sé ábótavant í íslenska grunnskólakerfinu. Hvað eftir annað sé árangur nemenda fáeinna grunnskóla langt undir meðaltali á samræmdum prófum en ekki sé gripið inn í þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið beri eftirlitsskyldu.

Í 13 skólum sé hlutfall réttindakennara minna en 50% og allir séu þessir skólar á landsbyggðinni. Meðal þessara skóla séu þeir sem sýnt hafi hvað lakastan árangur á samræmdum prófum á síðustu árum en einnig skólar sem sýna ágæta útkomu.

Almennt reynist framlög til skóla á landsbyggðinni lægri en til sambærilegra skóla á höfuðborgarsvæðinu. | 4