KEVIN Keegan tók formlega við sem knattspyrnustjóri Newcastle í gær. Á fréttamannafundi í höfuðstöðvum félagsins sagðist Keegan ætla að ræða við Alan Shearer um að koma til liðs við sig.
KEVIN Keegan tók formlega við sem knattspyrnustjóri Newcastle í gær. Á fréttamannafundi í höfuðstöðvum félagsins sagðist Keegan ætla að ræða við Alan Shearer um að koma til liðs við sig. Alan Shearer lék með Newcastle frá 1996 til 2006 og var fyrirliði liðsins, sem og enska landsliðsins. Fjölmargir stuðningsmenn Newcastle vildu að hann tæki við liðinu eftir að Sam Allardyce var sagt upp störfum á dögunum. Keegan var sjálfur knattspyrnustjóri Newcastle frá 1992 til 1997 og reif þá félagið upp frá botni 1. deildar og að toppi úrvalsdeildar. ,,Ég vil að Newcastle fái allt það besta. Ef Alan vill ganga inní eitthvert hlutverk sem hentar honum, væri frábært að fá hann til starfa. Ég mun örugglega ræða við hann.“