Gagnrýni Samtökin telja skiptingu í nefndir þingsins ólýðræðislega.
Gagnrýni Samtökin telja skiptingu í nefndir þingsins ólýðræðislega. — Árvakur/Golli
STJÓRN Samtaka um betri byggð beinir þeim eindregnu tilmælum til Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, að hann beiti sér fyrir að tryggð verði réttlát og lýðræðisleg skipun í samgöngunefnd og fjárlaganefnd Alþingis.
STJÓRN Samtaka um betri byggð beinir þeim eindregnu tilmælum til Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, að hann beiti sér fyrir að tryggð verði réttlát og lýðræðisleg skipun í samgöngunefnd og fjárlaganefnd Alþingis. Bent er á að á yfirstandandi þingi séu 6 af 9 nefndarmönnum í samgöngunefnd og 7 af 11 nefndarmönnum í fjárlaganefnd úr landsbyggðarkjördæmunum þremur. Kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu ættu hins vegar að fá 5 nefndarmenn í samgöngunefnd og 6 nefndarmenn í fjárlaganefnd.