ÞAU slæmu mistök urðu í frétt af stöðu kjaraviðræðna í blaðinu í gær að þar sagði ranglega að upplýsingar um afstöðu Starfsgreinasambandsins (SGS) væru hafðar eftir Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar.
ÞAU slæmu mistök urðu í frétt af stöðu kjaraviðræðna í blaðinu í gær að þar sagði ranglega að upplýsingar um afstöðu Starfsgreinasambandsins (SGS) væru hafðar eftir Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar. Hið rétta er að þessi hluti fréttarinnar og tilvitnuð svör voru byggð á samtali við Kristján Gunnarsson, formann Starfsgreinasambandsins. Mistökin stöfuðu af því að blaðamaður fór mannavillt þegar leitað var eftir fréttaviðtali um stöðu samningamálanna í fyrrakvöld, með þessum afleiðingum. Þá skal það leiðrétt að Flóafélögin eru ekki aðilar að aðgerðahópi SGS og ekki var haldinn sameiginlegur fundur SGS og Flóafélaganna um samningamálin í fyrradag eins og ranglega var fullyrt í fréttinni. Eru viðkomandi beðnir afsökunar á mistökunum.