Öðruvísi yfirfærsla. Norður &spade;K32 &heart;K5 ⋄ÁD &klubs;D109542 Vestur Austur &spade;87 &spade;654 &heart;D1073 &heart;82 ⋄10962 ⋄KG753 &klubs;K73 &klubs;G86 Suður &spade;ÁDG109 &heart;ÁG964 ⋄84 &klubs;Á Suður spilar 6&spade;.

Öðruvísi yfirfærsla.

Norður
K32
K5
ÁD
D109542
Vestur Austur
87 654
D1073 82
10962 KG753
K73 G86
Suður
ÁDG109
ÁG964
84
Á
Suður spilar 6.

Vestur spilar út tígultíu gegn slemmunni. Hvernig er best að spila?

Miði er möguleiki og fljótt á litið virðist sjálfsagt að svína tíguldrottningu, enda hugsanlegt að útspilið sé frá kóngnum. En verkefni sagnhafa er fyrst og fremst að fría hjartað og það skapar sveigjanleika í þeim efnum að fara upp með tígulás. Lítum á: Sagnhafi stingur upp tígulás, tekur tvo efstu í hjarta og trompar það þriðja með kóngnum. Fer heim á laufás, spilar hjarta og hendir D. Tapslagurinn í tígli er yfirfærður á hjartað, en með því móti verður hægt að trompa tígul með hundi í borði án hættu á yfirtrompun.

Ef tígli er svínað í upphafi, fær austur á K og annan slag á tromp síðar.