SORPHIRÐAN í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina. „Þetta hefur verið þung vika fyrir starfsfólk sorphirðunnar,“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri hennar.

SORPHIRÐAN í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina. „Þetta hefur verið þung vika fyrir starfsfólk sorphirðunnar,“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri hennar.

Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum heldur þarf einnig að moka frá sorphirðugeymslum. Sigríður segir að ef aðgengi að sorptunnum sé slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfsmanna Sorphirðunnar með því að moka, verði stundum að sleppa því að tæma tunnur. Hún segir að stundum hafi fólk jafnvel mokað fyrir tunnurnar snjó frá bílum og útidyrum.