Úr Á bout de souffle.
Úr Á bout de souffle.
FRANSKA kvikmyndin Á bout de souffle eftir Jean-Luc Godard verður sýnd í í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði, kl. 16 í dag. Um er að ræða lykilmynd í sögu frönsku nýbylgjunnar, en það er Kvikmyndasafn Íslands sem stendur að sýningu hennar.
FRANSKA kvikmyndin Á bout de souffle eftir Jean-Luc Godard verður sýnd í í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði, kl. 16 í dag. Um er að ræða lykilmynd í sögu frönsku nýbylgjunnar, en það er Kvikmyndasafn Íslands sem stendur að sýningu hennar. Myndin, sem er frá 1960, segir frá smákrimmanum Michel (Jean-Paul Belmondo) sem er á flótta undan vörðum laganna eftir að hafa stolið bíl og drepið lögregluþjón. Hann felur sig hjá hinni fögru Patriciu, en lögreglan hættir ekki leitinni. Myndin er með enskum texta, miðaverð er 500 krónur og miðasala verður opnuð um 15.30.