Forvarnir Veitingastaðurinn Primo gerist aðili að samningum.
Forvarnir Veitingastaðurinn Primo gerist aðili að samningum. — Ljósmynd/Dagný Gísladóttir
Reykjanesbær | Forsvarsmenn veitingastaðarins Primo hafa gerst aðilar að samkomulagi veitingastaða og opinberra aðila í Reykjanesbæ um nýjar leiðir í forvörnum gegn ofbeldi og fíkniefnanotkun í bæjarfélaginu.

Reykjanesbær | Forsvarsmenn veitingastaðarins Primo hafa gerst aðilar að samkomulagi veitingastaða og opinberra aðila í Reykjanesbæ um nýjar leiðir í forvörnum gegn ofbeldi og fíkniefnanotkun í bæjarfélaginu. Góður árangur er af verkefninu, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.

Í samkomulaginu felst meðal annars að afgreiðslutími staðanna er styttri en áður var og dyraverðir sækja námskeið á vegum bæjarins. Dyraverðir eru í beinu talstöðvarsambandi við lögregluna. Þá sammælast aðilar um skemmtanabann á fólk sem veldur ítrekað ónæði eða gerist brotlegt.

Reykjanesbær hefur komið upp öryggismyndavélum í miðbænum til eftirlits í nágrenni skemmtistaða við Hafnargötu og vaktar lögreglan þær. Ein slík myndavél bætist nú við.