Maður á alltaf að reyna að vera jákvæður og góður við karlinn og ég hef alltaf fært mínum eitthvað lítið og óvænt í tilefni dagsins, t.d. blóm eða litla bók.
Maður á alltaf að reyna að vera jákvæður og góður við karlinn og ég hef alltaf fært mínum eitthvað lítið og óvænt í tilefni dagsins, t.d. blóm eða litla bók. Hann sér nú yfirleitt um eldamennskuna á heimilinu þó að ég sé alveg liðtæk í eldhúsinu og það breytist því ekki á þessum degi. Það er ágætt að hafa svona dag til að minna sig á að sýna ástina í verki, það er líka ekki alltaf hægt að ætlast til að karlmennirnir séu þeir einu sem eigi að vera uppátækjasamir og koma elskunni á óvart með óvissudegi og öðru slíku, við konur þurfum líka að standa okkur í stykkinu. Mínum manni finnst alla vega mjög gaman þegar ég kem honum á óvart. Annars er fullt að gera í bakaríum á þessum degi en mikill munur á hvað konur og karlar kaupa fyrir konu- og bóndadag. Karlarnir vilja kaupa allt stórt og mikið, stórar tertur, flott stykki og alls konar brauð og álegg á meðan konurnar velja frekar eitthvað lítið. Sumar konur koma til okkar um morguninn til að kaupa eitthvað til að færa karlinum í vinnunni sem er kósí og þær gleðja þá gjarnan fleiri menn heldur en bara sinn eigin.