Úlfhildur Dagsdóttir
Úlfhildur Dagsdóttir
BORGARBÓKASAFNIÐ, í samstarfi við ÍTR, stendur fyrir ljóðaslammi á Vetrarhátíð 2008. Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs eða ljóða þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft.
BORGARBÓKASAFNIÐ, í samstarfi við ÍTR, stendur fyrir ljóðaslammi á Vetrarhátíð 2008. Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs eða ljóða þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist og miðað við að flytjandi eða flytjendur fari með ljóðið samhliða tónlist, myndlist eða leiklist. Hvort sem er einstaklingur eða hópur getur flutt ljóðið. Skráningarfrestur er til 20. janúar, en sjálf keppnin fer fram 7. febrúar. Frekari upplýsingar má finna á www.borgarbokasafn.is.