[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 800. mark Íslands í Evrópukeppni landsliða, þegar hann skoraði fjórða mark Íslands og jafnaði gegn Spánverjum í gær í Þrándheimi, 4:4. Snorri skoraði 7 mörk í leiknum, sem lauk með sigri Spánverja, 33:26.
S norri Steinn Guðjónsson skoraði 800. mark Íslands í Evrópukeppni landsliða, þegar hann skoraði fjórða mark Íslands og jafnaði gegn Spánverjum í gær í Þrándheimi, 4:4. Snorri skoraði 7 mörk í leiknum, sem lauk með sigri Spánverja, 33:26.

Jaliesky Garcia lék lítið með íslenska liðinu á EM, vegna veikinda. Garcia hélt í gær frá Noregi til Þýskalands og fer í blóðrannsókn í dag. Þá ætti að koma í ljós hvað hefur verið að angra hann, en flest bendir til að hann hafi smitast af þeirri veirusýkingu sem Sverre Jakobsson fékk fyrir nokkru.

Sigfús Sigurðsson lék ekki með íslenska liðinu gegn Spánverjum í gær – vegna meiðsla. Einar Hólmgeirsson tók stöðu hans frá Ungverjaleiknum. Mikill vökvi safnast inn á annað hné Sigfúsar og þurfti m.a. að tappa 120 ml af því eftir viðureignina við Ungverja.

Sverre Jakobsson fékk sitt annað og síðasta rauða spjald á Evrópumótinu á 56. mínútu leiksins við Spánverja í gær. Hann var þá rekinn af leikvelli í þriðja sinn í leiknum.

G uðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á EM. Guðjón Valur , sem skoraði 7 mörk gegn Spánverjum í gær, skoraði samtals 34 mörk í keppninni. Snorri Steinn Guðjónsson kom næstur með 28 mörk en hann skoraði eins og Guðjón Valur 7 mörk í gær.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslands á HM í Þýskalandi fyrir ári og meira en það – hann varð markakóngur HM.

Talant Dusjhabaev þjálfari spænska stórliðsins Ciudad Real sem Ólafur Stefánsson leikur með setti sig í samband við Ólaf fyrir leikinn gegn Spánverjum og vildi helst að hann yrði ekki með þar sem hann var hræddur um að meiðslin í lærinu gætu tekið sig upp en Ciudad Real er í titilbaráttu, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni og margir leikir fram undan.

Ólafur ákvað hins vegar að spila þrátt fyrir tilmæli þjálfarans.

Fjölmiðlar í Þýskalandi voru afar ánægðir með framgöngu íslenska liðsins gegn Ungverjum – þegar þeir lögðu þá að velli. „Takk fyrir, Ísland“ mátti sjá í einni fyrirsögninni, á íslensku. Íslendingar opnuðu leiðina fyrir Þjóðverja að komast í undanúrslit með sigrinum á Ungverjum, sem fengu 5 stig í milliriðlinum eftir sigur á Frökkum í gær, en Þjóðverjar komust áfram með því að næla sér í 6 stig, með því að leggja Svía að velli.

Ungverjar hefðu því komst í undanúrslit á kostnað Þjóðverja, með sigri á Íslandi. Já, það voru Íslendingar sem komu Þjóðverjum til hjálpar og þeir eru þakklátir fyrir það.