Magnús Ingi Helgason er kominn áfram í Svíþjóð.
Magnús Ingi Helgason er kominn áfram í Svíþjóð. — Morgunblaðið/Golli
MAGNÚS Ingi Helgason komst í gærkvöld í aðalkeppnina í tvenndarleik á alþjóðlega badmintonmótinu í Stokkhólmi ásamt félaga sínum, Daniel Magee frá Írlandi.

MAGNÚS Ingi Helgason komst í gærkvöld í aðalkeppnina í tvenndarleik á alþjóðlega badmintonmótinu í Stokkhólmi ásamt félaga sínum, Daniel Magee frá Írlandi. Þeir sigruðu fyrst Hvít-Rússana Yauheni Yakauchuk og Aleksei Konakh, 21:17 og 21:16, og í gærkvöld unnu þeir Rainer Kaljumae og Tauno Tooming frá Eistlandi, 19:21, 21:15, 21:12.

Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi féllu bæði úr keppni í einliðaleik í gær. Tinna vann Söru B. Kverno frá Noregi, 21:18 og 21:15, í 1. umferð undankeppni kvenna en tapaði fyrir Christinu Andersen frá Danmörku í 2. umferð, 17:21 og 17:21. Magnús Ingi tapaði fyrir Gabriel Ulldahl frá Svíþjóð, 11:21, 21:19, 10:21, í 1. umferð í undankeppni karla. Þau systkinin keppa saman í tvenndarleik á mótinu í dag.

Ragna Ingólfsdóttir er metin fjórði sterkasti keppandinn í einliðaleik kvenna á mótinu. Hún hefur keppni um hádegið í dag og mætir þá Bing Xing Xu, sem fór frekar létt í gegnum undankeppnina í gær. Hún er kínversk, með spænskt ríkisfang.