MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna: ,,Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna telur atburði undanfarinna daga á vettvangi Framsóknarflokksins í Reykjavík vera dapurlega og lýsir yfir furðu sinni á...

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna:

,,Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna telur atburði undanfarinna daga á vettvangi Framsóknarflokksins í Reykjavík vera dapurlega og lýsir yfir furðu sinni á framgöngu fyrrverandi alþingismanns og trúnaðarmanns flokksins í Reykjavík.

Harkalegar persónulegar árásir í fjölmiðlum á kjörna fulltrúa flokksins eru aðeins til þess fallnar að veikja Framsóknarflokkinn og hvetur stjórn SUF Guðjón Ólaf Jónsson til að íhuga alvarlega stöðu sína innan flokksins ef trúnaður hans við stofnanir flokksins er ekki meiri en nú hefur sýnt sig.

Stjórn SUF vill þakka Birni Inga Hrafnssyni gott samstarf, vinarþel og stuðning við starf sambandsins og vonast til þess að mega njóta áframhaldandi samstarfs við hann á vettvangi Framsóknarflokksins, þó að hann hverfi nú úr sæti borgarfulltrúa.

Þá óskar SUF nýjum oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, Óskari Bergssyni, alls hins besta í störfum sínum fyrir flokkinn.“