— Árvakur/Ómar
„Fólk var algjörlega óundirbúið að svara þessu,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, íbúi á Álftanesi, um viðhorfskönnun um nýtt deiliskipulag sem Capacent gerði fyrir Álftanesbæ síðastliðinn nóvember.

„Fólk var algjörlega óundirbúið að svara þessu,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, íbúi á Álftanesi, um viðhorfskönnun um nýtt deiliskipulag sem Capacent gerði fyrir Álftanesbæ síðastliðinn nóvember.

Tveir íbúafundir voru haldnir um deiliskipulagið áður en könnunin var gerð. „Seinni fundurinn var auglýstur með 2-3 daga fyrirvara og var sama kvöld og aðalfundur kvenfélagsins. Mætingin var þar með minni en kynningin var líka léleg. Við fengum fjórblöðung sendan seint, daginn fyrir úthringingar, með þrívíddarmyndum af skipulaginu en höfuðáttir eru ekki merktar inn á, svo oft er ógjörningur að átta sig,“ segir Elías Bjarnason Álftnesingur.

„Sumar spurningar voru leiðandi og jafnvel spurt um fleiri en einn hlut í einu,“ segir Gerður og tekur 1. spurningu sem dæmi: „Hversu vel eða illa telur þú tillögurnar koma til móts við óskir og þarfir íbúa Álftaness fyrir þjónustu og uppbyggingu atvinnulífs?“

Þá telja þau bæði svörun hafa verið of lága til þess að könnunin sé marktæk. Úrtakið var 720 manns og heildarsvarhlutfall 51,7%.

thorakristin@24stundir.is