Borgarstjórn ákvað í gær að lækka fasteignaskatta í Reykjavík um fimm prósent. Tillaga um þetta var samþykkt með átta atkvæðum nýja meirihlutans, en hinir sátu hjá. Á fyrsta fundi nýs borgarráðs var lögð fram tillaga um að standa vörð um 19.

Borgarstjórn ákvað í gær að lækka fasteignaskatta í Reykjavík um fimm prósent. Tillaga um þetta var samþykkt með átta atkvæðum nýja meirihlutans, en hinir sátu hjá. Á fyrsta fundi nýs borgarráðs var lögð fram tillaga um að standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar með því að samþykkja að borgarstjóri gangi til viðræðna við eigendur Laugavegar 4 og 6 með það að markmiði að borgin kaupi húsin og láti gera þau upp. Markmiðið er að viðhalda götumyndinni, en stækka jafnframt það rými sem nýtist í verslun eða aðra þjónustu. Borgarráð leggur áherslu á að viðræðunum ljúki fyrir mánudag. bee