HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri, Kristján Halldór Jensson, í þriggja ára fangelsi fyrir húsbrot og stórfellda líkamsárás. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt manninn í tveggja ára fangelsi.

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri, Kristján Halldór Jensson, í þriggja ára fangelsi fyrir húsbrot og stórfellda líkamsárás. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt manninn í tveggja ára fangelsi.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ráðist inn í íbúð á Akureyri vorið 2006, veist þar að karlmanni við annan mann, slegið hann í bakið með hafnaboltakylfu og sparkað í hann liggjandi. Nokkrum mínútum síðar klippti kunningi Kristjáns Halldórs fingur af fórnarlambinu en sannað þótti að Kristján hefði staðið við hlið kunningja síns og rétt honum garðklippur.

Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að við ákvörðun refsingar sé litið til þess hversu hrottafengin árásin var, hvaða afleiðingar hlutust af og að skipulagning árásarinnar beri vott um einbeittan ásetning.

Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson.